Knattspyrnumót UMSE

Komið þið sæl. 

Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á íþróttavellinum á Hrafnagili þriðjudaginn 3. september kl. 17:00

Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.

Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2013 og síðar).  5 manna bolti.

7. flokkur (Börn fædd 2011-2012).       5 manna bolti.

6. flokkur (Börn fædd 2009-2010).       5 manna bolti.

5. flokkur (Börn fædd 2007–2008).      5 manna bolti.

4. flokkur (Börn fædd 2005-2006).       5 manna bolti.

3. flokkur (Börn fædd 2003-2004).       5 manna bolti.

17-18 ára (Börn fædd 2001-2002)       5 manna bolti

Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu.

Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi sunnudaginn 1. september kl. 20 á netfangið 97agust@gmail.com eða á Facebook hjá Ágúst Örn Víðisson.

Gert er ráð fyrir að mótsgjaldið verði ca. 1.000 kr. á hvern þátttakanda. Innifalið í þátttökugjaldi er pizzasneið og svali. 

Vetrardagskrá

Loksins komin út dagskráin okkar eftir ágætt púsluspil. ATH – Það byrja ekki allar greinar í einu og í sundinu verðum við að biðja foreldra að skrá börnin hjá þjálfara í gegnum síma eða tölvupóst angelicalifis@hotmail.com. Þetta viljum við til þess að hafa ákveðin hámarksfjölda í sundlauginni. Eins þurfa börn sem njóta stuðningsfulltrúa á skólatíma að hafa slíkan á æfingum hjá okkur.

Blak, borðtennis, bandý, boltatímar og fótbolti byrja strax núna í síðustu viku ágústmánaðar.

Badminton, sund, fimleikar, frjálsar og þrek fyrstu vikuna í september.

Glíma byrjar 9. September.

Taflan er háð mætingum og aðstæðum og áhuga félaga og getur því tekið breytingum þegar frá líður.

Hér má finna töfluna okkar.

Umsjón með krakkavöktum í gæslu/hlaupara vantar á Handverkshátiðinni

Það er komið að mannaskiptum í einu af föstum hlutverkum í tengslum við Handverkshátiðina. Okkur vantar manneskju sem er til i að halda utanum krakkana sem eru i gæslu við innganga/útgönguleiðir á svæðinu og ómissandi hlaupara milli eldhúss og veitingatjalds. Um ræðir fimmtudag og föstudag frá kl.10 til 19. Þið sem viljið taka ykkur frí frá vinnunni og sinna þessu lykilhlutverki og klárum krökkum (sem fá ár hvert lof fyrir sína vinna hjá gestum og sýnendum) megið hafið samband við Berglindi i sima 6936524.

Sundnamskeið fyrir börn fædd 2013

Ungmennafélagið Samherjar stendur fyrir sundnámskeiði fyrir 6 ára börn, árgang 2013. Námskeiðið byrjar kl 10:00 þriðjudaginn 6. ágúst. Mæting í anddyri sundlaugarinnar.  Gott er að mæta tímanlega. Um er að ræða fjögur skipti frá og með 6. ágúst til og með 9. ágúst. Kennt er fyrir hádegi og gert er ráð fyrir 40 mín í lauginni. Þjálfari er Júlía Rún Rósbergsdóttir. Verð er 5000 kr fyrir barn. Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið samherjar@samherjar.is með nafni og kt barnsins og nafni og kt forráðamanns (greiðanda).