Æfingar barna í sumar

Samherjar ætla að bjóða börnum upp á æfingar í fótbolta og frjálsum í sumar. Skráningar á staðnum hjá þjálfurum.

Fótbolti verður á sparkvellinum á þriðjudögum og fimmtudögum, kl.13 9 ára og yngri og kl. 14 fyrir 10 ára og eldri. Þær æfingar hefjast 4. júní og þjálfari verður Orri Sigurjónsson. Á miðvikudögum verða frjálsar, kl. 13 hjá 9 ára og yngri og kl.14 fyrir 10 ára og eldri. Æfingar verða 5. júní og 12. júní og 19.júní, hlé verður gert á þeim til 10.júlí en unnið að því að fá afleysingu. Þjálfari verður Unnar Vilhjálmsson.

Síðan minnum við á opnu tímana í borðtennis á sunnudögum milli kl. 10 og kl. 12 og badmintoni á miðvikudögum milli kl.18 til kl. 20. Þeir tímar verða fram að uppsetningu handverkshátíðar.

Æfingagjöldin er þau sömu og síðustu ár, 5000 kr fyrir sumarið hjá krökkunum.

Vetrardagskrá að líða undir lok – tímar í íþróttahúsinu í sumar

Þessa dagana hafa æfingar okkar verið að líða undir lok í mörgum greinum.

Þær greinar sem eru farnar í langt sumarfrí eru boltatímar, fimleikar, þrektímar, sundið og blakið.

Borðtennis er kominn í stutt frí og hefst að nýju 2.júní og verður framvegis á sunnudagsmorgnum á sama tíma og í vetur, kl.10.00 til kl. 12.00.

Badminton er einnig komið í stutt frí og hefst 5.júní og verður á miðvikudagskvöldum milli kl.18 og kl. 20.

Síðasti bandý tími unglinga er núna á mánudagskvöldið 27.maí. Bandý karla verður á mánudagskvöldum og miðvikudagskvöldum frá kl.20 til kl. 21.30.

Athugið að þessir innanhústímar eru í gangi þar til uppsetning handverkshátíðar hefst eftir miðjan júlí.

Frjálsar íþróttir – byrja 19.júní

Ungmennafélagið Samherjar verður með æfingar í frjálsum íþróttum tvisvar í viku í sumar. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum á íþróttavellinum við Hrafnagilsskóla og hefjast þriðjudaginn 19. júní. Þjálfari er Unnar Vilhjálmsson. Skráning hjá þjálfara á staðnum. 11 ára og eldri mæti kl 13-14 og 10 ára og yngri kl 14-15.

Skráningar fyrir helgi – Smábæjarleikarnir

Skráningar á Smábæjaleikana þurfa að berast til sunnaax@hotmail.com fyrir helgi.  Innifalið í skráningargjaldinu er matur á meðan mótinu stendur og kvöldvaka með Emmsjé Gauta o.fl. Mjög góð fjölskylduskemmtun framundan.

(Samherjar greiða 50% af gjaldinu) 

Smábæjaleikar Blönduós 16. til 17. júní.

Samherjar ætla að taka þátt í þessu bráðskemmtilega móti eins og í fyrra, hvetjum foreldra til þess að kynna sér dagskránna og aðstöðuna. 

https://www.facebook.com/Sm%C3%A1b%C3%A6jaleikar-Bl%C3%B6ndu%C3%B3si-1459409244370013/

Sunna Axelsdóttir sér um að taka niður skráningar fyrir mótið og því fyrr því betra fyrir aðstandendur mótsins. sunnaax@gmail.com

Hafið endilega samband ef það er eitthvað óljóst.
Samherjar borga 50% af þátttökugjaldinu.