Æfingabúðir í glímu um helgina – badminton á laugardaginn fellur niður

Æfingabúðir í glímu á vegnum Glímufélags Íslands eru haldnar hér í Íþróttamiðstöðunni yfir helgina, þær eru fyrir 7.bekk og eldri. Badminton á laugardeginum fellur því niður. Krakkarnir sem hafa verið að mæta á glímuæfingar hjá Samherjum og eru yngri en 12 ára, eru boðin á æfingu á laugardeginum kl.13.15 með fremsta glímufólki landsins.

Breytingar á tímatöflunni

Nú þegar ljós er hve margir mæta á æfingar hefur taflan tekið nokkrum breytingum og biðjum við ykkur um að kynna ykkur töfluna vel. Þær upplýsingar má finna hér á heimasíðunni okkar ásamt töflunni.  Þeir krakkar sem eru skráðir í sund í 1. og 2. bekk fá póst frá Líf í hvorum hópnum þau lenda í, tekið verður tillit til þeirra sem eru ekki í frístund. f eitthvað er óljós má hafa samband við formann eða þjálfara.

Áfram Samherjar! 

Knattspyrnumót UMSE

Komið þið sæl. 

Knattspyrnunefnd UMSE hefur ákveðið að halda knattspyrnumót UMSE og Bústólpa á íþróttavellinum á Hrafnagili þriðjudaginn 3. september kl. 17:00

Aðalmarkmið mótsins er að börn og unglingar á svæðinu sem áhuga hafa á fótbolta komi saman, kynnist og skemmti sér.

Stefnt er að því að keppa í eftirfarandi flokkum ef næg þátttaka fæst (blönduð lið):

8. flokkur (Börn fædd 2013 og síðar).  5 manna bolti.

7. flokkur (Börn fædd 2011-2012).       5 manna bolti.

6. flokkur (Börn fædd 2009-2010).       5 manna bolti.

5. flokkur (Börn fædd 2007–2008).      5 manna bolti.

4. flokkur (Börn fædd 2005-2006).       5 manna bolti.

3. flokkur (Börn fædd 2003-2004).       5 manna bolti.

17-18 ára (Börn fædd 2001-2002)       5 manna bolti

Mögulega þarf að setja saman einhverja flokka eftir skráningu.

Til að hægt sé að raða niður leikjum og ganga frá pöntun á viðurkenningum er mikilvægt að skráningar berist í síðasta lagi sunnudaginn 1. september kl. 20 á netfangið 97agust@gmail.com eða á Facebook hjá Ágúst Örn Víðisson.

Gert er ráð fyrir að mótsgjaldið verði ca. 1.000 kr. á hvern þátttakanda. Innifalið í þátttökugjaldi er pizzasneið og svali. 

Vetrardagskrá

Loksins komin út dagskráin okkar eftir ágætt púsluspil. ATH – Það byrja ekki allar greinar í einu og í sundinu verðum við að biðja foreldra að skrá börnin hjá þjálfara í gegnum síma eða tölvupóst angelicalifis@hotmail.com. Þetta viljum við til þess að hafa ákveðin hámarksfjölda í sundlauginni. Eins þurfa börn sem njóta stuðningsfulltrúa á skólatíma að hafa slíkan á æfingum hjá okkur.

Blak, borðtennis, bandý, boltatímar og fótbolti byrja strax núna í síðustu viku ágústmánaðar.

Badminton, sund, fimleikar, frjálsar og þrek fyrstu vikuna í september.

Glíma byrjar 9. September.

Taflan er háð mætingum og aðstæðum og áhuga félaga og getur því tekið breytingum þegar frá líður.

Hér má finna töfluna okkar.