Fótboltlaæfing 5.júní færist fyrir hádegi

Orri þarf því miður með stuttum fyrirvara að færa æfingu morgundagsins til kl.10 fyrir yngri og kl.11 fyrir eldri. Hann getur ekki haft hana á föstudeginum vegna keppni hjá sér. Töldum það best að hafa æfingu frekar en að fella hana niður. Síðan bendum við foreldrum á að til er facebook hópur fyrir fótboltann fyrir þá sem eru nýjir. Þar inni eru mót og æfingar ræddar nánar, óskilamunir, búningamál o.fl. Hann heitir Umf. Samherjar – fótboltaæfingar

Smábæjarleikarnir á Blönduósi 14.-16. júní

Þá er það skemmtilega mótið, Smábæjarleikarnir á Blönduósi, sem nú er haldið helgina 14-16. júní. Við stefnum á að skrá tvö lið til keppni, í 7. flokki (2011 og 2012) og 6. flokki (2010 og 2009). Þar sem Umf. Samherjar borgar 50% af þáttökugjaldi hvers keppanda þurfum við að borga 5000 kr.
Innifalið í þátttökugjaldi:
Morgunverður laugardag og sunnudag. Hádegismatur laugardag.
Kvöldmatur laugardag.
Grillaðar pylsur og drykkur á vallarsvæði í hádegi á sunnudag.
Gisting í skólastofu.
Kvöldvaka.
Frítt í sund í eitt skipti fyrir hvert lið.
Leikir byrja á laugardagsmorgun. 
Við þurfum að skrá inn liðin síðasta lagi á fimmtudaginn næsta, 6.júní. Við viljum biðja ykkur um að skrá ykkar barn fyrir kl 12 á fimmtudaginn. Sendið skráninguna á vefpóstinn orrisig7@gmail.com og joninemg@gmail.com (senda á bæði) og tilgreina þáttöku barns, aldur og hvort þið ætlið að gista eða eruð á eigin vegum.

Kveðja, Jónína og Orri.