Æfingar mið-fös

Við hefjum dagskrá einsog hægt er fram að helgi, stigskipta til að byrja með.

Miðvikudagur kl12.40 til 13.40 miðstig Leikir/bolti, kl.14 til kl15 yngstastig Leikir og bolti

Fimmtudagur kl.12.40 til 13.40 miðstig körfubolti, kl. 14. Til kl. 15 yngsta stig körfubolti.

Föstudagur kl12.40 til 13.40 miðstig leikir/bolti, kl.14 til kl.15 yngsta stig Leikir/bolti.

Ekki er ætlast til þess að börn noti búningsklefa eða bíði frammi í anddyri iþróttamiðstöðvar fyrir og eftir æfingar.

Breytingar-frjálsar víxlast – skák byrjar

Búið er að víxla tímunum í fjálsum íþróttum þannig að eldri iðkenndur byrja kl.14 og yngri eru kl.15. Okkur að bjóða upp á skáktíma á miðvikudögum og föstudögum, kl.14 væru 7. til 10.bekkur og kl.15 yrðu 3. til 6. bekkur. Tímanir yrðu í 3 vikur til að byrja með og byrja 16.september og metum aðstóknina að þeim tíma liðinum. Tímarnir verða í hyldýpinu til að byrja með.

Æfingataflan komin út

Æfingataflan okkar er komin út fyrir haustönn 2020 og tekur strax gildi. Æfingar haust 2020

Einhverjar breytingar gætu orðið á töflunni þegar reynslan er komin.

Félagið mun taka upp Nóra kerfið innan skamms og verða foreldrar því að skrá börnin þar í allar greinar sem þau mæta í og ganga frá greiðslum, þó það sé eitt gjald fyrir allar. Verður auglýst betur síðar.

Ábendingar sendisti á samherjar@samherjar.is