Aðalfundarboð

Félagið boðar til aðalfundar, fimmtudaginn 13.ágúst 2020 kl. 20.00 í Félagsborg.

Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf og kynning á skráningkerfinu Nóra sem félagið er að taka í notkun. Athygli er vakin á því að tveir stjórnarmenn gefa ekki kost á sér áfram.

Stjórnin

Sumaræfingar barna

Sumarönn kostar 6.000,- kr.   Eitt gjald fyrir allar íþróttir, skiptir engu hversu margar íþróttir eru stundaðar.  Einungis eru greidd æfingagjöld fyrir tvö börn í hverjum systkinahóp.Börn teljast þau sem eru fædd árið 2004 eða síðar.  

– fótbolti í sumar!

Fótboltaæfingar hefjast 9. júní. Þjálfari er Ágúst Örn Víðisson. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum, kl.17-18 fyrir 6 til 8 ára og kl.18-19 fyrir 9 til 12 ára (miðað við fæðingarár). Til að byrja með verður skráning á staðnum en til stendur að innleiða Nóra kerfið í okkar félagsstarf í sumar og skráningar færðar inn í gegnum Nóra. Nánar kynnt síðar.

– frjálsar í sumar! 

Frjálsar íþróttir hefjast mánudaginn 15. júní. Þjálfari er Guðmundur Smári Daníelsson. Boðið verður upp á frjálsar íþróttir á vellinum fyrir neðan íþróttahúsið tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Kl. 14-15 fyrir 6-8 ára og kl. 15-16 fyrir 9-12 ára. Börn sem verða 6 ára á árinu (2014) eru auðvitað velkomin! Athugið að það er frí á 17. júní. Skráning hjá þjálfara á staðnum til að byrja með – þar til við tökum upp Nóra kerfið. Verður  kynnt síðar.

– borðtennis í sumar!

Í sumar verða opnir borðtennistímar fyrir alla aldurshópa milli 10:30 og 12:00 á sunnudögum. Það er ekki þjálfun á þessum tímum og börn verða að mæta í fylgd með fullorðnum sem spila við þau. Það gengur ekki að ung börn mæti einsömul.

Sjáumst kát og glöð.