Anna fékk fyrirmyndarbikarinn

Fyrirmyndarbikar umf. Samherja var afhentur í fjórða sinn s.l. mánudag og að þessu sinni var það Anna Rappich sem fékk hann. Anna hefur bæði æft og keppt fyrir Samherja og þykir öðrum til fyrirmyndar í sinni íþróttamennsku. Hún er jákvæð og drífandi, æfir reglulega og er Íslandsmeistari í sínum flokki í þremur greinum frjálsra íþrótta. Félagsmenn færa Önnu bestu hamingjuóskir.

 

AnnaR_fyrirmyndarverðlaun_1.11 (2)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*