Aldursflokkamóti Samherja 2015 lokið.

Nýlokið er aldursflokkamótinu okkar í borðtennis.  Þrátt fyrir nokkur byrjendamistök í skipulagningu tókst mótið vel og það voru sáttir gestir sem yfirgáfu Hrafnagil núna um miðjan dag.  Bestu þakkir fá sunnanmenn frá Víkingum, KR, BH og Heklu fyrir góða nærveru um helgina.  Hlökkum til að taka á móti þeim aftur næsta haust.  Eins ber að þakka einstökum starfsmönnum félagsins, mótsstjóranum Sigurði Inga og formanninum Óskari Þór en þeir tveir báru hitann og þungann af deginum, sinntu tölvumálum og öllu utanumhaldi.  Auk þess voru Benni,  Sonja, Ólafur Ingi og Sigurður, formaður BTÍ mikilvæg aðstoð í dag og Bryndís og Ómar í íþróttahúsinu sem fengu “aðeins” að finna fyrir aukinni umferð um húsið.

Hér er hlekkur á mótið og þar eru þegar komin nær öll úrslit á mótinu.

http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=670B365B-4277-4B9B-9FB9-AB215B61A8F9

 

Nú eru engir stórviðburðir á vegum borðtennisdeildar eftir á þessu ári en eftir áramót er áætlað að halda svokallað styrkleikamót.

En semsagt, æfingabúðum og aldursflokkamóti er lokið.  Bestu þakkir til allra sem að komu.