Aldursflokkamót UMSE

Nú er komið mótsboð fyrir Aldursflokkamót UMSE. Þangað ætlum við að fjölmenna, stór sem smá, eiga skemmtilegar stundir og vinna stigabikar UMSE í leiðinni.

Jóhanna Dögg sér um skráningar á mótið og síminn hjá henni er 867-9709.  Samherjar greiða skráningargjöld fyrir sína keppendur en áskilja sér endurkröfurétt ef menn mæta ekki til keppni.

Smellið á hlekkinn til þess að skoða mótsboðið.

Aldursflokkamót UMSE í frjálsíþróttum 2012