Á sunnudaginn kemur, 18. október, halda Samherjar sitt fyrsta mót innan mótaraðar Borðtennissambands Íslands. Keppt verður í riðlum í öllum aldursflokkum barna- og unglinga. Við munum bjóða gestum okkar gistingu frá föstudagskvöldi fram á sunnudag. Á laugardaginn verða sameiginlegar æfingabúðir og hugsanlega einhver frekari dagskrá til skemmtunar. Skráning verður auglýst síðar. Þeir foreldrar, eða aðrir, sem mögulega geta aðstoðað þessa helgi hafi endilega samband sem fyrst í netfangið sigeiriks@gmail.com eða í síma 821-3240.