Akranesleikar 31. maí – 2. júní
Ferðatilhögun:
Sundmennirnir frá Óðni fara með rútu fram og til baka. Lagt verður af stað frá planinu sunnan við Íþróttahöllina og er brottför áætluð kl 09:00 á föstudagsmorguninn. En gist er í Grundaskóla við hliðina á sundlauginni.
Okkur er velkomið að fara með þeim í rútunni.
Því vil ég gjarnan fá að vita hverjir ætla sér að keppa á þessu móti. Þyrfti að vera búin að fá svar á miðvikudaginn í síðastalagi.
Í framhaldi af því ákveðum við hvort við ætlum með Óðinsfólkinu eða á einkabílum.
Allur matur á mótinu verður einnig framreiddur í Grundaskóla.
Búnaður:
Búnaður til gistingar í skóla er dýna, sæng, koddi, lak, náttföt, tannbursti/tannkrem og nesti (ávexti, brauð, ávaxtasafi).
Mótið er í útilaug og alla veðra von þótt nú sé sumar. Á bakkanum er best að hafa hlýja og góða úlpu, góða peysu innanundir, hlýjar buxur, ullarsokka, vettlinga, húfu og góða skó. Ath! Allir eiga að vera í góðum sokkum!!!
Einnig hafa vatnsbrúsa og 2-3 handklæði. Allur fatnaður og annar búnaður þarf að vera vel merktur. Það gæti líka orðið glaða sólskin þannig að sólarvörn þarf að vera með í för.
Þetta er ótrúlega skemmtilegt mót, bæði fyrir sundmenn og foreldra og vil ég hvetja ykkur sem flest til að koma og upplifa skemmtunina 😉
Hér má sjá heimasíðu mótsins
Kostnaður:
Fæði og gisting kostar 9.500 en þá á eftir að bæta ferðakostnaði inn í.
Bestu kveðjur, Bíbí