Áhugaverðir fyrirlestrar í dag!

Samherjar minna alla sína iðkendur á að mæta á áhugaverða fyrirlestra í Hrafnagilsskóla í dag kl 17. Sjá auglýsingu hér að neðan!!

UMSE stendur fyrir tveimur áhugaverðum fyrirlestrum sem ætlaðir eru öllum sem áhuga hafa á íþróttum og almennu heilbrigði. Fyrirlestrarnir verða fluttir í Hrafnagilsskóla kl. 17:00 þriðjudaginn 2. desember. Annars vegar verður fjallað um heilbrigðan lífsstíl og hins vegar um markmiðssetningu. Fyrirlesarar eru Sonja Sif Jóhannsdóttir íþróttafræðingur og Ellert Örn Erlingsson íþróttasálfræðingur. Samherjar hvetja allt sitt íþróttafólk, 11 ára og eldri, til að mæta og hlusta á umfjöllun um þessi mikilvægu málefni. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með. Boðið verður upp á léttar veitingar milli fyrirlestra.
Stjórn Samherja