Æfingar barna í sumar

Samherjar ætla að bjóða börnum upp á æfingar í fótbolta og frjálsum í sumar. Skráningar á staðnum hjá þjálfurum.

Fótbolti verður á sparkvellinum á þriðjudögum og fimmtudögum, kl.13 9 ára og yngri og kl. 14 fyrir 10 ára og eldri. Þær æfingar hefjast 4. júní og þjálfari verður Orri Sigurjónsson. Á miðvikudögum verða frjálsar, kl. 13 hjá 9 ára og yngri og kl.14 fyrir 10 ára og eldri. Æfingar verða 5. júní og 12. júní og 19.júní, hlé verður gert á þeim til 10.júlí en unnið að því að fá afleysingu. Þjálfari verður Unnar Vilhjálmsson.

Síðan minnum við á opnu tímana í borðtennis á sunnudögum milli kl. 10 og kl. 12 og badmintoni á miðvikudögum milli kl.18 til kl. 20. Þeir tímar verða fram að uppsetningu handverkshátíðar.

Æfingagjöldin er þau sömu og síðustu ár, 5000 kr fyrir sumarið hjá krökkunum.