Æfingabúðir og nýársmót UMSE á Dalvík um helgina

Næstkomandi laugardag, 7. janúar klukkan 11:00, verða haldnar æfingabúðir fyrir árgang 2001 og eldri. Meistaraflokkurinn er boðinn sérstaklega velkominn. Boðið verður upp á gistingu ásamt fæði. Ef foreldrar sjá sér fært að baka eitthvað til að leggja til fyrir hópinn er það þegið með miklum þökkum og dregur það um leið úr kostnaði fyrir iðkendur. En kostnaður á hvern einstakling verður á bilinu 2.500 – 3.000 krónur. Samherjinn okkar Kristján Godsk Rögnvaldsson verður einn af þjálfurunum í æfingabúðunum og mun hann einnig halda fræðslufyrirlestur fyrir krakkana.

Nýársmótið verður síðan haldið á sunnudeginum og hefst það klukkan 11:00, áætlað er að því ljúki um klukkan 15:30. Nýársmótið er fyrir ALLA ALDURSFLOKKA. Hægt er að skrá sig í æfingabúðirnar/á mótið hjá Jóhönnu Dögg í síma 867-9709 eða á netfangið johannadogg@gmail.com Ari USME þjálfari tekur einnig við skráningum á blogginu sínu á slóðinni http://jonasari.blogcentral.is og veitir nánari upplýsingar um aðstæður og annað sem viðkemur helginni í síma 892-0777 eða á netfangið ari27@simnet.is

Ef foreldrar sjá sér fært að vinna á nýársmótinu á sunnudeginum vil ég biðja þá um að heyra í Ara með það því að eitthvað vantar af starfsfólki í mælingar og aðra vinnu við mótið.

Hægt er að sjá tímaseðil mótsins á fri.is -> http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1799.htm

Kveðja,
Jóhanna Dögg.