Aðalfundur í kvöld, 25. febrúar, í Félagsborg

Við minnum á aðalfund félagsins sem verður haldinn í Félagsborg, miðvikudagskvöldið 25. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem við óskum eftir gagnlegum umræðum um stefnu og markmið félagsins. Allir eru velkomnir og foreldrar iðkenda eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Veglegar veitingar verða í boði.
Stjórnin.