Aðalfundur

Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn mánudaginn 18. mars, kl. 20:00, í Félagsborg. Hefðbundin aðalfundarstörf. Málefni sem félagar óska eftir að taka fyrir á aðalfundi ber að tilkynna stjórnarmanni tveimur dögum fyrir aðalfund.

Við hvetjum alla áhugasama sveitunga um íþrótta- og æskulýðsstörf sveitarinnar að mæta. Tveir stjórnarmenn munu láta af störfum og tveir varamenn. Þeir sem vilja kynna sér stjórnarstörf félagsins og/eða bjóða sig fram eru beðnir um að hafa samband við formann í síma 693-6524 eða samherjar@samherjar.is. Einnig má kynna framboð á aðalfundi.

Með kveðju, stjórn Umf. Samherja.