Að loknu Norðurlandsmóti

Norðurlandsmótið í badminton var haldið á laugardaginn var og voru mótshaldarar að þessu sinni nágrannar okkar í TBA. Mótið var í íþróttahöllinni á Akureyri en þar er aðstaða nokkuð góð til badmintoniðkunar.  Samherjar mættu með mikið lið og harðsnúið til keppni og árangurinn var í nokkru samræmi við æfingar vetrarins.  Af 88 keppendum á mótinu áttu Samherjar 22 eða réttan fjórðung.

Árangur okkar, mældur í verðlaunapeningum, var eftirfarandi: 

Karl Karlsson er Norðurlandsmeistari í einliðaleik.
Ivan Falck-Petersen er silfurverðlaunahafi í einliðaleik.
Karl Karlsson og Ivan Falck-Petersen eru Norðurlandsmeistarar í tvíliðaleik.
Karl Karlsson og Ivalu Birna Falck-Petersen (TBA) eru Norðurlandsmeistarar í tvenndarleik.

Þorgerður Hauksdóttir er silfurverðlaunahafi í einliðaleik.
Debbie Robinson og Þorgerður Hauksdóttir eru silfurverðlaunahafar í tvíliðaleik.

Aldís Sigurðardóttir er Norðurlandsmeistari í einliðaleik U11.

Jökull Karlsson er silfurverðlaunahafi í einliðaleik U13.
Andri Ásgeir Adolfsson og Jökull Karlsson eru silfurverðlaunahafar í tvíliðaleik U13.
Katrín Sigurðardóttir og Valdís Sigurðardóttir eru silfurverðlaunahafar í tvíliðaleik U13.

Haukur Gylfi Gíslason er Norðurlandsmeistari í einliðaleik U15.
Bjarki Rúnar Sigurðsson er silfurverðlaunahafi í einliðaleik U15.
Sara Þorsteinsdóttir er Norðurlandsmeistari í einliðaleik U15.
Haukur Gylfi Gíslason og Sara Þorsteinsdóttir eru Norðurlandsmeistarar í tvenndarleik U15.
Bjarki Rúnar Sigurðsson og Guðrún Hulda Ólafsdósttir (TBS) eru silfurverðlaunahafar í U15.
Haukur Gylfi Gíslason og Bjarki Rúnar Sigurðsson eru Norðurlandsmeistarar í tvíliðaleik U15.

Aðrir keppendur stóðu sig einnig með mikilli prýði og börðust af krafti og snerpu uns yfir lauk.  Það er álit undirritaðs að mótið hafi verið sterkara í heildina en undanfarin ár og ljóst að badmintoniðkun er í nokkurri sókn á svæðinu.

Nánari upplýsingar um leiki og árangur má sjá í mótaforriti Badmintonsambands Íslands með því að fylgja eftirfarandi slóð. http://www.tournamentsoftware.com/sport/winners.aspx?id=E2BEDF0C-C9F1-4FFE-866F-E4B401FE1740