Smábæjaleikar

Smábæjaleikar 2013

Mótið verður dagana 22. – 23. júní og þar er keppt í 4.5. og 6. flokki karla og kvenna og 7. flokki blandað lið. Samherjar ætla að senda lið til keppni í 5. flokki, 6. flokki og 7. flokki. Í fimmta flokki er um 7 manna lið að ræða en í sjötta og sjöunda flokki er keppt í 5 manna liðum.

Dagskráin hefst á föstudeginum 21. júní en keppnin svo daginn eftir. Þátttökugjald er það sama og í fyrra eða 8.500 fyrir keppendur en innifalið í verðinu er gisting í eina eða tvær nætur, allar máltíðir, sundferð og öll onnur afþreying á vegum mótsins.

Endilega hafið samband við Óda í síma 898-5558 eða skráið þátttöku á mótinu á fótboltaæfingu á miðvikudag.