​Unglingamót TBS

Unglingamót TBS (kemur í stað Unglingamóts KA) verður haldið 01. – 02. október nk. í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Keppni hefst kl. 09.00 á laugardeginum og kl. 09.00 á sunnudeginum (húsið opnar 30 mínútum fyrir keppni).   Keppt verður fram í undanúrslit á laugardeginum.  Boðið verður upp á gistingu í grunnskólanum við Norðurgötu.
Keppt verður í flokkum U11 –U-17, einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.

Mótsgjöld:2000 kr. í einliðaleik, 1800 kr. í tvíliðaleik og 1800 kr. í tvenndarleik

Skráning þarf að hafa borist undirritaðri fyrir miðnætti föstudaginn 23. september 2016.
Með von um góða mætingu á fyrsta mót vetrarins.

Sonja –
Gsm: 699 3551 – sonja@internet.is