Æfingabúðir í sundi

Æfingabúðir í sundi verða haldnar um helgina. Æfingabúðirnar eru ætlaðar höfrungum og flugfiskum, litlu hornsílin fá að vera heima í þetta skiptið. Sundkrakkar frá Dalvík og Húsavík verða með okkur.
Dagskráin er sem hér segir:

Venjuleg æfing á föstudag kl. 14.40
Æfing kl. 17.00-19.00 eingöngu fyrir flugfiska (elstu börnin)
19.15 kvöldmatur, kvöldvaka að honum loknum fyrir alla!
Laugardagur:
9.00-10.30 sundæfing fyrir flugfiska (elstu krakkana)
10.30-11.30 æfing fyrir höfrungana (miðhópinn)
12.00 hádegismatur
13.00 leikir í sal
14.30-15.30 æfing fyrir höfrunga
14.30-15.30 æfing fyrir flugfiska
Reynt verður að halda kostnaði í lágmarki en eingöngu er greitt fyrir matinn.
kær kveðja, Bíbí

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*